Þarf eftirlismyndavélar um allt?

Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar

4.Júní'13 | 11:22
Er virkilega svo komið fyrir okkur að setja þurfi upp eftirlitsmyndavélar um allan bæ?
 
Það er alltof mikið um að unnin séu skemmdarverk á eigum okkar Vestmannaeyinga, skemmdir sem greiddar eru af okkur sjálfum, og með okkar skattpeningum.
 
 
Þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp, svo sem á Skanssvæðinu, hefur tekist að upplýsa hverjir standa að skemmdum.
 
Undanfarið hefur einhver eða einhverjir stundað þá iðju að tússa á umferðamerki bæjarins.
 
Vera má að viðkomandi líði eitthvað illa í klofinu, því yfirleitt eru þetta klúryrði, teikningar af karlmannskynfærum o.fl..
 
Það eru vinsamleg tilmæli til allra þeirra sem verða varir við að verið sé eyðileggja sameiginlegar eigur okkar eða eigur annarra, að hika ekki við að segja til viðkomandi, þá til lögreglunnar.
 
 
 
Í lokin má svo minna hundaeigendur á að hirða upp saur eftir hunda sína, en það er alltof mikið um að hundaskítur sé á víð og dreif um bæinn. Örugglega er þarna um örfáa trassa að ræða sem koma óorði á alla hundaeigendur.
 
 
Guðmundur Þ. B. Ólafsson
rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...