Evrópumótið drífur mig áfram

segir Margrét Lára Viðarsdóttir

31.Maí'13 | 10:06

Margrét Lára

Margrét Lára Viðarsdóttir er komin aftur í íslenska landsliðið, sex mánuðum eftir mikla lærisaðgerð, og klár í slaginn gegn Skotum á Laugardalsvelli á morgun kl. 16:45. Þar gefst Íslendingum færi á að kveðja landsliðið en þetta er síðasti heimaleikurinn fyrir EM í Svíþjóð.
„Þetta er stórt ár hjá okkur og ég held að það sé ekki spurning að við fáum góðan stuðning, og góð skilaboð áður en við förum til Svíþjóðar. Við höfum í mörg ár fundið fyrir miklum stuðningi frá þjóðinni og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og óska okkur góðrar ferðar,“ sagði Margrét Lára.
 
Hún viðurkennir að Evrópumótið sé eitthvað sem hún hugsi um nánast daglega, sérstaklega til að drífa sig áfram eftir erfiða aðgerð.
 
Margrét býst við hörkuleik gegn baráttuglöðu liði Skotlands á morgun, enda hafi Skotar unnið Holland á þessu ári en Ísland mætir Hollendingum á EM.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-