Endurkaupsverð lækkaði um 810 milljónir
28.Maí'13 | 08:14"Oftast nær er gaman að hafa á réttu að standa en ég fullyrði að mér þykir það mjög miður að hafa haft á réttu að standa hvað Fasteign hf. varðar. Því miður þá fór sem fór," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bærinn hefur ákveðið að kaupa til baka allar eignir sem runnu inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign árið 2004 fyrir um 1,9 milljarða króna. Málið var umdeilt í bæjarstjórn þess tíma. Þáverandi meirihluti V-lista og Framsóknarflokks taldi hins vegar að leiðin í gegnum Fasteign hf. væri sú farsælasta fyrir Vestmannaeyjabæ.
Í greinargerð meirihlutans frá árinu 2004 sagði að hagsmunum bæjarins væri betur komið með þátttöku í stórri rekstrareiningu en að standa sjálfur í fasteignarekstri. Fjárhagsleg staða bæjarins var þá slæm og breyttar forsendur með hruninu ófyrirséðar. Minnihlutinn vildi hins vegar fara aðra leið og varaði meðal annars við gengisáhættu.
Vestmannaeyjabær gerðist hluthafi í Fasteign, seldi eignir sínar og gerði leigusamning um þær. Það lætur nærri að á núverandi verðgildi hafi verið greiddir allt að 1.4 milljarðar í leigu. Nú er hlutaféð tapað og endurkaupin munu kosta 1,9 milljarða.
Fjárhagslegri endurskipulagningu á EFF lauk um áramótin.
Leiga lækkaði verulega hjá sveitarfélögum við nýja leigusamninga, en þó mismikið eftir sveitarfélögum. Hjá Vestmannaeyjabæ fóru leigugreiðslur úr rúmum 300 milljónum niður í rúmar 115 milljónir. Með nýjum samningum náðist einnig veruleg breyting á endurkaupréttarákvæði á fasteignum sveitarfélaganna. Hjá Vestmannaeyjabæ lækkaði endurkaupsverðið úr rúmum 2.600 milljónum niður í tæpar 1.790 milljónir, eða um 810 milljónir.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
GusGus á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrsta skipti
Erlingur búinn að skrifa undir tveggja ára samning við SG Insignis Westwien