Kaupverð 1800 milljónir

Vestmannaeyjabær kaupir aftur fasteignir sem Eignarhaldsfélagið Fasteign keypti á sínum tíma

Mikið gengið á þann sjóð sem varð til við söluna á hlutafé í Hitaveitu Suðurnesja

24.Maí'13 | 08:43

Barnaskóli

Fyrir fundir bæjarráðs þann 21.maí síðastliðinn lá fyrir tilkynning um nýtingu kaupréttar skv. 11. gr. leigusamnings við Eignarhaldsfélagið Fasteign. Þar kemur fram að Vestmannaeyjabær hefur tekið ákvörðun um að nýta kauprétt sinn að fullu og kaupa til baka allar þær eignir sem bærin leigir af félaginu.
 
Fyrir liggur að frá þeim tíma að Vestmannaeyjabær gerði leigusamning við Fasteign hefur bærinn greitt leigu fyrir 1300 milljónir króna. Þar að auki hefur hlutafé Vestmannaeyjabæjar upp á 181 milljón verið afskrifað. Áætlað kaupverð nú er um 1800 milljónir og verða kaupin fjármögnuð með eiginfé. Með fyrirhugðum kaupum verður því gengið mikið á þann sjóð sem til varð eftir söluna á Hitaveitu Suðurnesja.
 
Eftir sem áður telur bæjaráð mikilvægt að losna út úr þeim samningum sem á sínum tíma voru gerðir enda hafa þeir reynst bæjarfélaginu kostnaðarsamir. Með kaupunum er dregið mjög úr áhættu í rekstri auk þess sem rekstrarkostnaður verður lækkaður verulega.
 
Bæjarráð samþykkir því nýtingu kaupréttar skv. 11. gr. leigusamnings og felur bæjarstjóra að fylgja slíku eftir.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...