Ljósmyndabók til minningar um Nonna Loga seld til styrktar Eyjarós Krabbavörn

24.Maí'13 | 08:51
Þann 11.maí síðastliðinn var borinn til grafar Jón Snædal Logason eða Nonni Loga eins og hann var daglega kallaður í eyjum. Við andlát hans tóku nokkrar úr fjölskyldu Berglindar Kristjánsdóttur konu Nonna sig til og útbjuggu ljósmyndabók í minningu Nonna.
Fljótlega kom upp sú hugmynd að láta framleiða fleiri eintök af bókinni enda víst að vinir og kunningjar Nonna myndu vilja eiga þennan fallega minningarvott um hann. Ákveðið hefur verið að bjóða bókina til sölu til styrktar Eyjarós Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Björgvin Rúnarsson og Margrét kona hans keyptu fyrsta eintakið í síðustu viku.

Bókin mun kosta 8.500 kr og af þeirri upphæð renna til Eyjarós Krabbavörn 2.000 krónur.

Hægt er að panta bókina í gegnum tölvupóstinn illo41@simnet.is eða með því að hafa samband við eftirfarandi einstaklinga í gegnum facebook:
Berglind Kristjánsdóttir
Hafdís Kristjánsdóttir
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir
Halla Björk Jónsdóttir
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.