Eyjamenn hafna hóteli við Hásteinsgryfju

23.Maí'13 | 11:19
Vestmannaeyingar höfnuðu því í íbúakosningu að bærinn myndi veita byggingarleyfi fyrir hóteli á lóð við Hásteinsgryfju.
Spurningin á atkvæðaseðlinum var eftirfarandi: "Vilt þú að Vestmannaeyjabær veiti byggingaleyfi fyrir hótel það sem kynnt hefur verið á lóðinni í Hásteinsgryfjunni?" og voru svarmöguleikarnir „Já“ og Nei“.
 
Alls voru greidd 1041 atkvæði og var þátttakan því um 33%.
 
Niðurstaða könnunarinnar var með þeim hætti að 44% sögðu já, og 56% sögðu nei.
 
Íbúakönnunin var ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og mun bæjarstjórn nú taka sér tíma til þess að fara yfir málið með niðurstöðu könnunarinnar að leiðarljósi.
 
Jafnframt verður fundað með lóðarumsækendum og þeim gerð grein fyrir niðurstöðu íbúakönnunarinnar og kannaður vilji þeirra til frekari samvinnu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.