Eygló Harðardóttir verður félagsmálaráðherra

Fyrsti ráðherrann með lögheimili í Vestmannaeyjum frá 1979

23.Maí'13 | 08:20

Eygló Harðardóttir, glóa2

Í gærkvöldi var tilkynnt hvaða ráðherra sitja í nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en stjórnarmyndunar viðræður hafa átt sér stað að undanförnu.
Eygló Harðardóttir sem verið hefur þingmaður Suðurkjördæmis frá árinu 2008 en fyrir síðustu kosningar skipti hún um kjördæmi og bauð sig fram í Suðvesturkjördæmi. Eygló er með lögheimili í Vestmannaeyjum og hún fyrsti ráðherran sem hefur heimilisfesti í eyjum frá því að Magnús H. Magnússon var skipaður félags-, heilbrigðis-, tryggingamála- og samgönguráðherra í október 1979.

Suðurkjördæmi fékk tvo ráðherra að og verður Ragnheiður Elín leiðtogi Sjálfstæðismanna í kjördæminu iðnaðar- og viðskiptaráðherra og framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvar-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.