Hótel við Hástein, síðari kjördagur

22.Maí'13 | 08:00
Seinni dagur íbúakönnunar vegna hótels við Hástein er nú runninn upp. Um klukkan 16.00 í gær höfðu um 350 manns kosið samtals og er þá um að ræða heildartölu kosinna í Safnahúsi og rafrænt.
Í dag verður hægt að kjósa í Safnahúsi frá 08-16, opið verður í hádeginu. Jafnframt mun rafræna kosningin verða opin til miðnættis.
 
Hægt er að kjósa rafrænt með því að fara inn á vefsíðuna www.island.is/islykill og þar er sótt um Íslykil, en lykillinn er nokkurs konar auðkenni á internetinu. Þar þarf að velja að viðkomand vilji fá Íslykilinn afhentan í gegnum net -eða heimabanka. Eftir að það hefur verið valið líða nokkrar mínútur þar til Íslykillinn berst í netbanka viðkomandi. Því næst þarf að skrá sig inn á http://ibuagatt.vestmannaeyjar.is. Þar inni er flipi sem á stendur "kosningar" og þar er hægt að greiða atkvæði til miðnættis eins og áður segir.
 
Spurningin á atkvæðaseðlinum er "Vilt þú að Vestmannaeyjabær veiti byggingaleyfi fyrir hótel það sem kynnt hefur verið á lóðinni í Hásteinsgryfjunni" og valmöguleikarnir eru Já eða Nei.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.