Dagbók lögreglunnar

Tími nagladekkjanna er löngu liðinn

Helstu verkefni frá 13. til 21. maí 2013

21.Maí'13 | 11:47

Lögreglan,

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Eitthvað var þó um pústra í kringum öldurhús bæjarins um helgina en engar kærur liggja fyrir eins og er.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Ásavegar og Helgafellsbrautar. Engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar eru eitthvað skemmdar.
 
Lögreglan vill benda ökumönnum og eigendum ökutækja á að tími nagladekkjanna er löngu liðinn á þessu vori og mun lögreglan byrja að sekta þá sem aka um á nagladekkjum í vikunni. Sektin nemur kr. 5.000,- fyrir hvert neglt dekk.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...