Jón von Tetzchner fjárfestir í Smartmedia

18.Apríl'13 | 08:38
Í Morgunblaðinu í morgun er fjallað um fjárfestinn og annan stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, Jón von Tetchner. Jón kom nýverið með tvo milljarða til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans.
Frá því að Jón kom til Íslands með þessa fjármuni hefur hann fjárfest í fjórum fyrirtækjum á Íslandi og er eitt þeirra staðsett Í Vestmannaeyjum. Jón hefur fjárfest í OZ, Hringdu, Budin.is og í eyjafyrirtækinu Smartmedia.

Í viðtalinu við Jón í Morgunblaðinu í dag segir hann m.a. ástæðinu fyrir því að hann fjárfesti í Smartmedia er að fyrirtækið er leiðandi í hönnun og forritun á netverslunum á Íslandi. Smartmedia var stofnað árið 2008 og í dag er Smartmedia með skrifstofur í Vestmannaeyjum og í Kópavogi.
 
Meðal eiganda Smartmedia í dag eru eyjamennirnir Sæþór Orri Guðjónsson og Jóhann Guðmundsson.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.