James lék ekki með ÍBV í kvöld vegna veikinda

17.Apríl'13 | 08:12
David James, markvörður ÍBV í Pepsi-deildinni, lék ekki með liðinu í kvöld gegn Portsmouth er liðin mættust í gógerðarleik á Fratton Park.
 
 
Portsmouth sigraði ÍBV með tveimur mörkum gegn einu á Fratton Park. Bradley Tarbuck og Liam Walker skoruðu mörk Portsmouth áður en Kjartan Guðjónsson minnkaði muninn á síðustu sekúndum leiksins.
 
Hermann Hreiðarsson lék bæði með ÍBV og Portsmouth í leiknum. Hann kom inn á fyrir Gunnar Þorsteinsson um miðjan síðari hálfleik áður en hann henti sér í Portsmouth-treyjuna.
 
Það vakti mikla athygli að David James, markvörður Eyjamanna, spilaði ekki gegn sínum gömlu félögum í Portsmouth, en hann átti upphaflega að byrja inná. Guðjón Orri Sigurjónsson var í marki, en James greindi frá því á Twitter að hann hefði ekki verið með vegna veikinda.
 
,,Frábært andrúmsloft á Fratton Park í kvöld! Takk fyrir að sýna stuðning og mæta. Ég er leiður yfir að hafa ekki spilað en ég hef verið að glíma við veikindi #pup," sagði James á Twitter í kvöld.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...