Hver er þessi David James?

4.Apríl'13 | 08:03
Í fyrradag skrifaði undir samning við ÍBV eitt af stóru nöfnunum í enska boltanum en David James hefur verið atvinnumaður í boltanum frá árinu 1988 er hann byrjaði að leika með Watford.
 
Með Watford lék James til ársins 1992 er hann skipti yfir í hið fornfræga fótbolta lið Liverpool. Með Liverpool spilaði James samtals 214 leiki í ensku úrvalsdeildinni og spilaði hann m.a. með Steve McManaman, Jamie Redknapp og Robbie Fowler. Saman voru þeir kallaðir „Spice Boys“ . Með Liverpool vann James deildarbikarinn árið 1995.
 
Eftir frábæran feril með Liverpool var James seldur til Aston Villa og lék hann þar í tvö ár. Þaðan fór hann til West Ham, síðan til Manchester City og síðan gerðist hann félagi Hermanns Hreiðarssonar í Portsmouth. Með Portsmouth vann hann ásamt Hermanni ensku bikarkeppnina.
Eftir Portsmouth árin gekk hann til liðs við Briston City árið 2012 og spilaði þar þar til á síðasta ári er hann gekk til liðs við Bournemouth. Á mánudaginn gekk svo James til liðs við ÍBV.
 
Landsliðsferill hans er glæsilegur en hann lék samtals 53 leiki með A landsliði Englands á árunum 1997 – 2010. David James er næst leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Ryan Giggs sem ennþá leikur með Manchester United.
 
 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...