Dagbók lögreglunnar

Þrjú innbrot voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið og var í tvígang brotist inn í húsnæði

Helstu verkefni frá 24. mars til 1. apríl 2013

2.Apríl'13 | 15:01

Lögreglan,

Töluverður erill var hjá lögreglu í páskavikunni enda töluvert af fólki í bænum. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan þurfti að sinna voru líkamsárásir, innbrot, þjófnaðir ofl. Nokkuð var um útköll á skemmtistaði bæjarins og eitthvað um pústra en einungis ein líkamsárás hefur verið kærð, enn sem komið er.
Líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni en um var að ræða árás fyrir utan veitingastaðinn Volcano að morgni 28. mars sl. Þarna höfðu nokkrir menn átt í átökum sem endaði með því að einn þeirra tók upp hamar og sló annan í síðuna. Ekki var um alvarlega áverka að ræða. Áráarmaðurinn var handtekinn og fékk gistingu í fangageymslu þar til víman rann af honum en hann var töluvert ölvaður og illviðráðanlegur þegar hann var handtekinn. Málið er í rannsókn.
 
Þrjú innbrot voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið og var í tvígang brotist inn í húsnæði Endurvinnslunnar v/Strandveg. Fyrra innbrotið var aðfaranótt 26. mars sl. en hitt aðfaranótt 28. mars sl. Engu var stolið en skemmdir unnar á glugga á hurð. Þriðja innbrotið var tilkynnt lögreglu um miðjan dag þann 30. mars sl. en brotist hafði verið inn á Kaffi María með því að fara inn um glugga á suðurhlið hússins. Stolið var einhverju af áfengi. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en allar upplýsingar eru vel þegnar.
 
Ein kæra liggur fyrir vegna sölu á áfengi út af veitingahúsi og má viðkomandi veitingahúsaeigandi búast við sekt vegna þessa.
 
Einn bruni var tilkynntur til lögreglu í vikunni en um var að ræða minniháttar atvik þar sem barn hafði kveikt á hellu sem á var panna. Það sem á pönnunni var brann og myndaðist nokkur reykur inni í íbúðinni. Ekki var um miklar skemmdir að ræða.
 
Tveir ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða akstur án þess að hafa öryggisbelti spennt í akstir og akstur bifreiðar án þess að hafa skráningarmerki framan á bifreið.
 
Að kvöldi 28. mars sl. fékk lögreglan ítrekaðar tilkynningar um að verið væri að skjóta upp flugeldum. Er vitað hvaðan skotið var en ekki liggja fyrir upplýsingar hver eða hverjir það voru sem stóðu að skotunum. Ekki var leyfi fyrir þessum skoteldum en óheimilt er að skjóta upp flugeldum nema í kringum áramót, án þess að hafa til þess leyfi sýslumanns.
 
 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...