Starfandi dagforeldrum fækkar í vor

Bærinn tekur upp 1600 kr aukagjald ef barn er sótt eftir lokun leikskóla

21.Mars'13 | 08:15

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fræðslufulltrúi gerði Fræðslu- og menningarráði grein fyrir stöðu daggæslumála á síðasta fundi ráðsins. Fyrir liggur að í vor mun verða fækkun á starfandi dagforeldrum í Vestmannaeyjum. Skólaskrifstofa hefur frá því í desember 2012 margsinnis auglýst eftir áhugasömum aðilum sem vilja reka dagforeldraþjónustu en ekki fengið nein viðbrögð.
 
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur til að áfram verði auglýst og aðilum boðnar ívilnanir s.s. í formi niðurgreiðslu á námskeiðskostnaði handa nýjum dagforeldrum. Ráðið þakkar greinargerðina og samþykkir fyrirlagða tillögu skólaskrifstofu.
 
Aukagjöld í leikskóla og í frístundaveri. Samræming gjalda umfram vistunartíma.
Fræðslufulltrúi kynnti einnig ráðinu hugmyndir að samræmdum gjöldum í leikskólum Vestmannaeyjabæjar og í frístundaveri. Fræðslufulltrúi leggur til að Vestmannaeyjabær taki upp 1600 kr aukagjald ef barn er sótt eftir lokun leikskóla eða frístundavers. Ráðið samþykkir tillögu fræðslufulltrúa enda um eðlilegt gjald að ræða til að mæta aukakostnaði. Ráðið beinir því til foreldra að virða vistunartíma barna sinna, vinnutíma starfsmanna og starfstíma stofnunar.
 
Jórunn Einarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði eftir að bóka eftirfarandi:
Undirrituð hefur efasemdir um að sérstakt aukagjald, sem lagt verði á í leikskóla og frístundaveri, skili tilætluðum árangri til lengri tíma. Undirrituð setti sig í samband við nokkur sveitarfélög en ekkert þeirra heldur úti slíku aukagjaldi. Eðlilegt hefði verið að fresta umfjöllun og kanna stöðuna í öðrum sveitarfélögum með formlegum hætti áður en endanleg ákvörðun var tekin.

Hildur S. Sigurðardóttir bókar eftirfarandi: Vestmannaeyjabær ákveður sínar eigin gjaldskrár óháð öðrum sveitarfélögum. Vel hefur tekist til á leikskólanum Sóla með sama aukagjald og í samræmi við skýrslu frístundavers og skv áliti beggja leikskólastjóra bæjarins telur meirihluti fræðsluráðs að aukagjaldið geti stuðlað að meiri skilvirkni við lokun þessara stofnana.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.