Látum það alls ekki gerast

Ragnar Óskarsson skrifar

7.Mars'13 | 08:04

Raggi Óskars, Ragnar óskarsson

Nú boða sjálfstæðismenn lækkun skatta. Í hverjur skyldu þessar skattlækkanir vera fólgnar? Því er fljótsvarað. Annars vegar ætla þeir að taka upp eitt skattþrep sem þýðir að þeir sem hafa langhæstu tekjurnar borga minna til samfélagsins en nú. Hins vegar ætla þeir svo að lækka fjármagnstekjuskatt sem þýðir að þeir auðugu og þeir sem mestar tekjur hafa af fjármagni sínu borga enn minna til samfélagsins en nú.
Með þessum aðgerðum minnka að sjálfsögðu tekjur til samfélagsins og þá grípa sjálfstæðismenn til hins alkunna ráðs síns nefnilega að hækka skatta á almenning til að greiða niður skattalækkanir þeirra sem við alsnægtirnar búa. Svona einfalt er þetta trikk þeirra um skattalækkanirnar. Þessar blekkingar geyrum við daglega í fjölmiðlum. Það stendur sem sé til að færa hinum fáu og betur settu forréttindi á kostnað fjöldans. Þetta hafa sjálfstæðismenn alltaf gert og munu gera það áfram fari svo illa að þeir verði fái völd eftir næstu kosningar.
 
En þetta er ekki allt. Sjálfstæðismenn boða nú á nýjan leik hugmyndir auðhyggjunnar, aukið frelsi á fjármálamarkaði og aukin fríðindi fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Þetta heitir nú með öðrum orðum að „stækka þurfi kökuna“ til að fá meiri tekjur fyrir samfélagið. Þessa stefnu ráku sjálfstæðismenn öll sín fyrri ríkisstjórnarár og á þeim tíma stækkaði kakan vissulega. En kakan fór að lifa sjálfstæðu lífi. Hún tútnaði út eins og blaðra í boði flokksins þar til hún sprakk og setti Ísland nánast á hausinn. Orð sjálfstæðismanna nú um „að stækka kökuna“ ættum við þess vegna að skoða í ljósi reynslunnar. Við megum ekki láta það gerast að sjálfstæðisflokkurinn komist í þá aðstöðu að blása upp nýja blöðru því miðað við það sem flokkurinn birtir nú sem sína stefnu stefnir allt í þá átt að þeir muni endurtaka leikinn sem varð þjóðinni svo dýr. Látum það alls ekki gerast.

Ragnar Óskarsson
 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-