Skiptar skoðanir á fíkniefnaprófi VSV

5.Febrúar'13 | 08:20
Í gær voru sagðar fréttir af því að sjómenn á bátum Vinnslustöðvar Vestmannaeyja hafi verið látnir undirgángast fíkniefnapróf og í framhaldinu misstu 11 sjómenn vinnu sína. Fimm þeirra sem misstu vinnuna störfuðu á Drangavík VE, þrír á Jóni Vídalín VE og þrír á Brynjólfi VE.
Miklar umræður sköpuðust á netinu í kjölfar þessara frétta og flestir voru á því að VSV væri í fullum rétti að láta starfsmenn ganga undir viðkomandi próf en eins og í svo mörgu þá voru ekki allir sammála. Við birtum hér nokkur ummæli um málið:

Djöfulli er ég ánægður með þetta :) Svo þarf að taka Lögreglumenn í check og Sjúkraflutningamenn líka ásamt Þingheimi og bara alla vinnandi menn. Ég sjálfur þekki Sjúkraflutningamann sem reykir reglulega og notar Cocain til að komast gegnum daginn svo þekkir maður lögreglumenn sem spítta vel og reglulega til að hafa úthald í Helgarnar og reykja svo Mariuana til að ná sér niður eftir erfiðar Helgar og ljót slys ofl.
 
how sick can it get ? getur sýnt jákvæða svörunn allt að mánuð eftir neyslu = rekinn ef drakst áfengi síðasta mánuðinn !
 
Þetta er greinilega mikið hitamál og þá er ágreiningur um hvort að vinnslustöðin hafi gert rétt eða ekki...en ef við setjum dæmið upp þannig að þetta hefðu verið 11 leikskólakennarar í 3 leikskólum? eða 3 dagmömmur í litlu þorpi? þá held ég að umræðan hefði verið örlítið meira á sama veginn....
 
mér finst bara að svona líður eigi bara ekki að fá vinnu PUNKTUR ekki þverfótandi hérlenndis fyrir einkverjum andskotans dópistum og ræflum!!!!
 
Ógæfufólk. Ögyggi áhafna skipta öllu máli og á öllum vinnustöðum líka og í samfélaginu , og það kemur okkur öllum við það eru margar fjöldskyldur á bak við hvern sjómann og öryggi allra í hættu, ef einn hlekkur slitnar þá hverfur keðjan jafnvel í hafið og það viljum við ekki , hættum þessum feluleik . Það er til hjálp við þessum vandamálum bara að þiggja hana . EKKI GERA EKKI NEITT
 
Mín skoðun....fíkniefni og sjómennska á enga samleið. Vona að maður særi engan en þetta er flott framtak. Vildi sjá þetta á fleiri stöðum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...