Sjómenn í Eyjum reknir eftir fíkniefnapróf

Vinnslustöðin gerði rassíu um borð í skipum sínum

4.Febrúar'13 | 14:51
„Ég get staðfest það að það voru einstaklingar sem mældust jákvæðir fyrir því að hafa verið að nota ólögleg vímuefni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Gerðar voru fíkniefnaprófanir á áhöfnum skipa útgerðarfélagsins um helgina með þeim afleiðingum að 11 sjómönnum var umsvifalaust sagt upp störfum samkvæmt heimildum DV.
Sigurgeir Brynjar vildi ekki staðfesta fjölda starfsmanna sem reknir voru í aðgerðunum en segir þær hluta í öryggisstefnu fyrirtækisins.
 
„Það er þannig að við gerðum prófanir fyrir fíkniefnum um borð í skipunum,“ segir Sigurgeir Brynjar þegar DV bar málið undir hann. Hann segir algjörlega skýrt í sjómannalögum, sem og annarsstaðar, að menn undir áhrifum fíkniefna, eða sem mælast með þau í blóði sínum, geti ekki verið úti á sjó– öryggisins vegna.
 
Heimildir DV herma að 11 manns hafi verið reknir á staðnum, þar af standi eitt togskipa útgerðarinnar eftir með aðeins hálfmannaða áhöfn eftir aðgerðir helgarinnar. Heimildir DV herma að sjómenn á þremur af tíu skipum útgerðarinnar hafi verið reknir. Sigurgeir Brynjar segir að ekki hafi verið gerð fíkniefnapróf á öllum skipum útgerðarinnar. Samkvæmt heimildum DV var prófað fyrir kannabisefnum í þvagi starfsmanna.
 
Aðspurður hvort tillit hafi verið tekið til þess að kannabisefni geti mælst í líkama einstaklings allt að sex vikum eftir neyslu þeirra segir framkvæmdastjórinn.
 
„Það er bara þannig að ef menn eru jákvæðir fyrir því að hafa verið að neyta fíkniefna þá getum við ekkert metið það hvenær það hafi verið. Það er alveg skýrt.“
 
Aðspurður hverjir hafi framkvæmt prófin segir hann:
 
„Við höfum undirbúið þetta með þeim hætti að eðlilegt sé gagnvart öllum lögum og reglum.“
 
Kveðst hann ekki vilja tjá sig nánar um málið þar sem um sé að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar og farið sé með sem innanhússmáls

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.