Ragnheiður Elín sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðismanna

Ásmundur Friðriksson í 3.sæti og Geir Jón í 5.sæti eftir fyrstu tölur

27.Janúar'13 | 16:43

ragga

Rétt í þessu voru birtar fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi en búið er að telja 1091 atkvæði. Árni Johnsen, Ragnheiður Elín og Kjartan Ólafsson sóttust öll eftir fyrsta sætinu á listanum og samkvæmt fyrstu tölum er Ragnheiður ótvíræður sigurvegari.
Samkvæmt fyrstu tölum er Árni Johnsen að detta út af þingi en Ásmundur Friðriksson er að fá frábæra kosningu og er í þriðja sætinu. Geir Jón er sem stendur í 5.sæti en það ætti að duga sem þingsæti miðað við síðustu skoðannakönnun Gallúp.
 

1.            Ragnheiður Elín Árnadóttir - 726 atkvæði í 1. sæti

2.            Unnur Brá Konráðsdóttir - 398 atkvæði í 1. – 2. sæti

3.            Ásmundur Friðriksson - 439 atkvæði í 1. – 3. sæti

4.            Vilhjálmur Árnason - 375 atkvæði í 1. – 4. sæti

5.            Geir Jón Þórisson - 589 atkvæði í 1. – 5. sæti

Aðrir frambjóðendur hafa hlotið færri atkvæði.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.