Stefnir í mikla Eyjahátíð á höfuðborgarsvæðinu um helgina

Annað kvöld fara fram tveir tónlistarviðburðir þar sem Eyjamenn og tónlist úr Eyjum verður mjög áberandi

25.Janúar'13 | 14:37
Í Hörpu fara fram tónleikarnir Yndislega Eyjan mín og seinna sama kvöld verður slegið upp stórdansleik á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi þar sem fram koma með annars 7-und, Bjartmar Guðlaugsson, Blítt og létt hópurinn, Obbossí og síðast en ekki síst Logar sem gerðu lagið Minning um mann ódauðlegt.
 
Við erum fullir eftirvæntingar og hlökkum mikið til þessa kvölds segir Ólafur Bachmann trommari Loga og það verður rosalega gaman fyrir okkur félagana í Logum að fá að vera áheyrendur af eigin lögum í Hörpu annað kvöld, eitthvað sem við hefðum ekki fyrir nokkra muni vilja missa af og við hvetjum alla eindregið til að fjölmenna í Hörpu á tónleikana.
 
Aðspurður út í nýju útgáfuna af Minningu um mann sem Ólafur söng inn á plötu fyrir hartnær 40 árum segir Ólafur lagið vera geysilega vel unnið og þarna séu frábærir söngvarar á ferð.
 
Við hvetjum svo að sjálfsögðu alla sem vilja halda gleðinni áfram að fjölmenna á SPOT í Kópavoginum þar sem við ásamt 7und, Bjartmari og fleirrum ætlum að rokka fram á morgun og nýta sér að sjálfsögðu ókeypis rútuferðirnar sem verða frá Hörpu upp á SPOT. Þetta verður eitt gott Juuuuuu segir Ólafur að lokum.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.