Tengist ekki fjárhagserfiðleikum hjá ÍBV

segir Andri Ólafsson

21.Janúar'13 | 11:18
 
Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV, gekk í gær í raðir KR. Andri fékk leyfi til að yfirgefa herbúðir ÍBV fyrr í mánuðinum og nokkur félög í Pepsi-deildinni reyndu að fá hann í sínar raðir.
 
 
,,Það voru einhverijr kostir í stöðunni. Það er einfalt markmið hjá KR að berjast um titlana og það heillar sem og þjálfarinn og hópurinn," sagði Andri við Fótbolta.net í dag.
 
,,Þetta er einn af sterkustu hópum landsins og það segir sig sjálft að við eigum að berjast um titlana. Það er mjög flott umgjörð og allt til fyrirmyndar þarna."
 
Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur spilað bæði á miðjunni og í hjarta varnarinnar í gegnum tíðina. Hjá KR á hann að leika í vörninni.
 
,,Ég mun spila í vörninni. Þeir ræddu við mig á þeim forsendum að spila sem varnarmaður. Ég er mjög sáttur við það, ég hef spilað þar áður og líkar ágætlega við það."
 
Andri segist yfirgefa ÍBV af persónulegum ástæðum. ,,Ég komst að samkomulagi við stjórnina um að fá að fara af persónulegum ástæðum. Þetta tengist ekki fjárhagserfiðleikum hjá þeim eða neitt þannig."
 
Andri hefur leikið með ÍBV allan sinn feril og hann á eftir að venjast því að spila með öðru félagi.
 
,,Maður á eftir að sjá þetta betur fyrir sér en það er ágætt að breyta til. Ég held að það hafi allir gott af því að láta reyna á sig," sagði Andri.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.