Sögum safnað saman með frásögum og upplifun eyjamanna þegar þeir fóru frá eyjum 23.janúar 1973

21.Janúar'13 | 08:41

eldgos

Máttur samfélagsmiðla er mikill og er hægt að nota vef eins og facebook til margra skemmtilegra nota. Fjölmargir eyjamenn eru skráðir inn á myndaspjallið Heimaklettur þar sem að eyjamenn deila gömlum og nýjum myndum frá bæjarlífinu í eyjum. Fyrir nokkrum dögum opnaði svo á vegum Safnheima vefur á facebook þar sem að frásögum eyjamanna þegar þeir yfirgáfu eyjuna gosnóttina 23.janúar 1973.
Á síðunni 1973 í bátana hafa fjölmargir deild sögum sínum og upplifun frá gosnóttinnu og einnig er hægt að merkja við með hvaða báti viðkomandi sigldi með til Þorlákshafnar gosnóttina. Fljótt á litið virðast vera sem að Halkion hafi flutt flesta af þeim sem tekið hafa þótt í könnun síðunar en nöfn flestra báta í eyjaflotanum eru til staðar.
 
Marta Guðjónsdóttir skrifar eftirfarandi um upplifun sína frá þessari nótt:
Við fjölskyldan fórum með Gunnari Jónssyni þar sem pabbi var stýrimaður,fullt skip.Ég man þegar Trausti Mar kom með fullt af teppum og gaf fólkinu sem var úti á dekki.Man sérstaklega eftir Einari Hallgríms hann var með gítarinn alveg eins og hann væri að fara í útilegu.Svo var þessi fíni kokkur um borð sem kallaður var Daddi og fór hann bara að baka pönnukökur ofaní fólkið og ég sá um að dreifa þeim en það var nú ekki mikið borðað því sjóveikin var mikil um borð,man að klefinn hjá pabba var troðinn af fólki og heimilskötturinn okkar var þarna líka.Skelfilegt að þurfa að upplifa svona nokkuð.
 
Halldór B. Halldórsson segir svo frá: 
Ég fór með Gunnari Jónssyni VE þar sem Gæsi var skipstjóri og faðir minn kokkur, fullt skip af fólki og það fyrsta sem faðir minn fór að gera þegar lagt var úr höfn var að baka pönnukökur handa þeim sem list höfðu, þarna stóð ég stóran hluta leiðarinnar að aðstoða kallinn við pönnuköku gerð og höfðu margir áhuga á en þó nokkrir lágu fyrir á gólfi eða þar sem fólk gat komið sér fyrir. Drungaleg ferð um miðja nótt, ferð sem ég gleymi aldrei... En takk fyrir flotta síðu.

 
 
Þeir sem vilja deila sögum sínum frá siglingunni til Þorlákshafnar geta einnig sent sögu sína á netfangið [email protected]
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).