Óboðlegt ástand, ljúka þarf hafnargerð í Landeyjarhöfn og nýsmíði á skipi

Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar

18.Desember'12 | 10:38

Herjólfur

Í opnu bréfi mínu í gær til Eimskip bað ég um upplýsingar um fyrirhugaðar ferðir á milli lands og Eyja, svar hef ég ekki fengið, nema litið sé svo á að það sem haft er eftir upplýsingafulltrúa Eimskip á vefsíðu Eyjafrétta í gær, sé ígildi svars við opnu bréfi mínu, sjáum til.
Í framhaldi af því sem haft er eftir upplýsingafulltrúa Eimskip, Ólafi William Hand, í gær, á netvef Eyjafrétta, má draga þá ályktun að ekkert verði siglt til Landeyjarhafnar, vegna óvissuþátta, eins og það er orðað.
 
„Eins og ég hef farið yfir hér að framan þá eru ýmsir óvissuþættir sem gera það ógerlegt. Svo sem dýpi, alda, straumar, vindur, tryggingarúttekt, áhættumat vinnuhóps um björgunaraðstæður, staða varahluta í skrúfurnar og niðurstöður Rannsóknarnefndar sjóslysa liggja ekki fyrir,“ “ sagði Ólafur.“
 
 
 Þá höfum við það og því ekki að koma beint fram og segja hlutina eins og þeir eru, það verður ekkert siglt í Landeyjarhöfn út janúar.
 
Perlan er horfin af svæðinu og vandinn með dýpið leysist ekki af sjálfu sér, skrúfublöð koma í lok janúar, niðurstöður nefnda og hópa koma á ýmsum tímum og svo framvegis.
 
 
Það ástand sem ríkir í okkar samgöngumálum er ekki boðlegt og það versta við það allt saman er að ef vilji væri fyrir hendi og menn myndi horfa blákalt á málið, þá værum við ekki í þessum ógöngum.
 
Það liggur fyrir að hafnargerð Landeyjarhafnar er ekki lokið og verður ekki lokið fyrr en búið verður að laga ágalla sem eru á höfninni, meðal annars hefur verið nefnt að lengja þurfi hafnargarðana út um 250 til 300 metra með nægilega breiðu innsiglingaropi. Er leikmaður í þessum efnum, en hef heyrt þetta frá mér reyndara fólki. Sumir segja mér að núverandi skip ætti ekki í nokkrum vandræðum með siglingar inn í slíka höfn og næði mjög líklega 95% siglingatíðninni, sem fulltrúar Siglingamálastofnunar kynntu í Höllinni hér um árið að yrði tíðnin á siglingunum, svo góð yrði þessi höfn.
 
 
Það er ljóst að hraða þarf hönnun á nýju skipi, koma því í útboðsferli og smíði, þar til því verki er lokið á að leigja hentugra skip en Herjólf, því varla klára menn Landeyjarhöfn í vetur þó vilji og fjármagn væri fyrir hendi, þó skal manninn lengi reyna.
 
 
 
Gjaldskrármálin eru svo kapítuli útaf fyrir sig.
Siglingar milli lands og Eyja eiga ekki að vera verðlagðar sem einhverjar lúxussiglingar sem ekki er á færi allra að standa undir, á þessum seinustu og verstu tímum eins og stundum er sagt. Ég hef sagt það áður og segi enn, það á ekki að kosta meira að fara þennan hluta þjóðvegarins en aðra hluta hans og á þá ekki að skipta máli hversu margir eru í hverju farartæki, það virkar bara ekki þannig á þjóðvegum landsins nema milli lands og eyja á Íslandi.
 
Væri til of mikil ætlast að á meðan þetta ófremdarástand varir, að gjaldskrá til Þorlákshafnar væri sú sama og í Landeyjarhöfn? maður fengi þá kannski tilfinningu fyrir því að það væri ekki öllum sama um hvernig komið væri fyrir í samgöngumálum Eyjanna.
 
Einnig mætti taka upp annað fyrirkomulag varðandi afsláttarkjör, það hafa ekki allir efni á því að leggja inn á reikning hjá Eimskip, meira en ráðstöfunartekjur sínar, þegar þeir sem mest þurfa á afslættinum að halda, hafa greitt ofaní sig og á, í sumum tilfellum á fólk bara ekki til peninga til að leggja í púkkið hjá Eimskip.
 
 
 
Þannig er nú það, Gleðileg jól.
 
 
Með bestu kveðjum
 
Guðmundur Þ. B. Ólafsson
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...