Rekstur Náttúrustofu Suðurlands erfiður

Einingis einn stjórnarmaður sat fundinn

14.Nóvember'12 | 08:26

Lundir lundar

Fundur var haldinn í stjórn Náttúrustofu Suðurlands 8.nóvember síðastliðinn þar sem farið var yfir fjárhagsstöðu stofnunnarinnar, athygli vekur að miðað við fundargerð fundarinns að einungis einn stjórnarmaður mætti á fundinn og er það Rut Haraldsdóttir en einnig sat Ingvar A. Sigurðsson forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands fundinn.
Samkvæmt fundargerð stjórnarinnar þá lýsir stjórn NS yfir áhyggjum vegna fjárhagsstöðu stofunnar. Tekjur og styrkir koma ekki til með að dekka rekstur og útgjöld stofunnar en skuldir NS við Vestmannaeyjabæ eru í dag 3.264.441 kr.
 
Tekjur stofunnar á næsta ári verða 19.910.000 en áætlaður launakostnaður er samtals 18.755.000 krónur og því ljóst að lítill afgangur er í önnur verkefni. Stjórnin hvetur starfsmenn til að skoða alla
möguleika á styrkjum og aukin verkefni sem greitt er sérstaklega fyrir til að bæta rekstrarstöðuna
fyrir árið 2013, að öðrum kosti liggur fyrir að endurskipuleggja þarf rekstur stofunnar í heild sinni.
 
Stjórn samþykkir að senda bréf til Umhverfis‐ og auðlindaráðuneytis og óska eftir fundi með
fulltrúum þess til að ræða möguleika til fjármögnunar á fastri rannsóknastöðu við NS til vöktunar á
sjófuglastofnum.
 
 
Fundi slitið kl. 16:45
Rut Haraldsdóttir
Ingvar A. Sigurðsson
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.