Fimm eyjastelpur í æfingarhópi A landsliðs Íslands fyrir EM í Serbíu

7.Nóvember'12 | 08:20
í gær tilkynnti Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hvaða 28 leikmenn hann hefur í sigtinu hvað varðar lokahóp fyrir EM í handbolta sem fer fram í Serbíu. Ágúst valdi fimm eyjastelpur í æfingarhópinn er er langt síðan að eyjamenn hafa átt svona marga fulltrúa í kvenna landsliðinu.
Stelpurnar sem hann valdi eru Dröfn Haraldsdóttir markmaður úr FH, Heiða Ingólfsdóttir sem leikur í dag í marki Gróttu, Birna Berg Haraldsdóttir sem leikið hefur í meistaraflokki ÍBV í fótbolta, Arna Sif Pálsdóttir sem leikur í dag með Aalborg DH og síðan kemur Guðbjörg Guðmannsdóttir úr ÍBV.
 
Stelpurnar hér að ofan eru ekki þau einu úr ÍBV sem voru valin í landsliðshópa því að Sabrína Lind Adólfsdóttir var valin í æfingahóp U-19 ára landsliðs kvenna í fótbolta.
 
Dagur Arnarsson hefur að undanförnu verið í Frakklandi en þar hefur hann spilað með U-17 ára landsliði Íslands á æfingarmóti. Dagur spilaði vel úti og skoraði hann í öllum leikjum Íslands.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.