Jóhanna Björk Gylfadóttir Danmerkurmeistari í bikini fitness

8.Október'12 | 13:06
Um síðustu helgi tók eyjamærin Jóhanna Björk Gylfadóttir þátt í Danmerkur meistaramótinu í bikini fitness og gerði hún sér lítið fyrir og sigraði hún þar aðra keppendur.
Jóhanna Björk byrjaði á því að keppa í apríl síðastliðnum á byrjendamóti í þessum flokki og í framhaldinu ákvað hún að keppa á meistaramótinu. Bikini fitness flokkurinn er dæmdur m.a. út frá heildarútlit keppenda, samræmingu, útgeislun og fallegum línum.
 
Í kjölfar sigurs Jóhönnu á meistaramótinu hefur henni verið boðið að taka þátt í Norðurlandamótinu sem fer fram 20.október næstkomandi.
 
Jóhanna Björk er búsett í Álaborg þar sem hún stundar nám við sjúkraþjálfum ásamt því að kenna spinning.
 
Eyjar.net óskar Jóhönnu Björk til hamingju með þennan frábæra árangur.
 
Meðfylgjandi er myndband þar sem Jóhanna tekur nokkrar æfingar í undirbúningsferlinu fyrir mótið sjálfst:

 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.