Höllin og Dans á rósum bjóða þátttakendum í árgangsmótunum frítt á bal

Jón Ólafs og Björgin Halldórsson, af fingrum fram og Dans á rósum á balli

Allt í Höllinni í laugardagskvöld

4.September'12 | 12:52
Jón Ólafsson kemur með þessa frábæru uppsetningu sína, Af fingrum fram, til Eyja á laugardagskvöld. Gestur Jóns er enginn annar en Björgvin Halldórsson. Þeir fara yfir feril Björvins í léttu spjalli og flytja lögin hans, með aðstoð Róberts Þórhallssonar og Jóns Elvars Hafsteinssonar. Þetta er sama uppsetning og var á þáttum Jóns, sem sýndir voru við miklar vinsældir á RUV fyrir nokkrum misserum. Jón flutti þetta síðan í Salinn í Kópavogi og hefur fengið marga góða gesti þangað og viðtökurnar verið hreint frábærar. Þeir félagar eru spenntir og hlakka til að koma til Eyja og vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flesta.
Höllin og Dans á rósum bjóða þátttakendum í árgangsmótunum frítt á ball
Dans á rósum taka síðan við af þeim félögum upp úr miðnætti og halda uppi stuðinu fram eftir nóttu. Það er óþarfi að kynna þessa hressu sveit, hana þekkja allir Eyjamenn. Dans á rósum gaf út geislaplötu nú nýverið og þar er að finna öll lögin sem þeir hafa sett í spilun í útvarpi undanfarin ár og þau munu hljóma í Höllinni aðfaranótt sunnudagsins og peyjarnir lofa miklu og góðu stuði og hver veit nema kóngurinn taki lagið. Að sjálfsögðu fá tónleikagestir frítt inn á dansleikinn. Nokkur árgangsmót verða í Eyjum þessa helgi. Skipleggjendur þeirra eru beðnir um að hafa samband við Dadda, í síma 896-6818, því hljómsveitin ákvað í samráði við Höllina að bjóða þátttakendum í árgangsmótunum frítt á ballið, því það liggur fyrir að þátttaka í árgangsmótunum er kostnaðarsöm, enda mikið lagt í þessa flottu viðburði. Einnig verður komið til móts við aðra gesti Hallarinnar og verður frítt inn í Höllina eftir tónleikana og til klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir það kostar 1.000,- krónur inn. Þá viljum við einnig upplýsa að „happy hour“ verður eftir að tónleikum lýkur, í eina klukkustund, þannig að tónleikagestir geta setið áfram og skemmt sér áfram saman.
 
 
 
Við hvetjum fólk til að nýta sér forsöluna í La Tienda og panta þá borð í leiðinni, á uppáhaldsstaðnum sínum í Höllinni. Verðið er kr. 3.900,- í forsölu en krónur 4.500,- við innganginn.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.