Drullusokkabrúðkaup síðastliðinn laugardag

4.September'12 | 11:34
Síðastliðinn laugardag fór fram aðalfundur hjá Drullusokkunum en mótorhjólaklúbburinn hefur verið starfandi frá árinu 2006. Venju samkvæmt byrjaði dagurinn með hópakstri um eyjuna og tók góður hópur meðlima þeirra þátt í hópakstrinum.
Aðalfundurinn sjálfur hófst svo um 16:00 og voru eftirfarandi kosnir í stjórn:

Formaður - Tryggvi
Varaformaður - Darri
Yfirumsjón Drullusokka á Norðureyju - Hermann Haralds
Gjaldkeri - Siggi Óli
Vefsíðustjóri - Sæþór
Meðhjálpari - Jenni
 
Um kvöldið fóru svo Drullusokkarnir út að borða og samkvæmt heimasíðu Drullusokkana þá kom nokkuð á óvart að formaðurinn skyldi vera klæddur í jakkaföt. Hafði einhver á orði að það að sjá Tryggva beikon í jakkafötum væri eins asnalegt og að sjá apa í jakkafötum. Fljótlega kom í ljós að ástæðan fyrir jakkafötunum var sú að Tryggvi og Erla létu gifta sig fyrir framan vini sína í Drullusokkunum og var það séra Guðmundur Örn sem gaf þau saman. Tryggvi hafði látið útbúa fallegan brúðarvönd handa Erlu sinni sem innihélt m.a. drullusokk.
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is