Dagbók lögreglunnar

Rúðu- og umferðalagabrot meðal verkefna lögreglunnar

Helstu verkefni frá 27. ágúst til 3. september 2012

3.September'12 | 15:30

Lögreglan,

Ekki er annað hægt að segja en vikan hafi verð með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum en þó var eitthvað um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum. Rólegt var í og í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina.
Að kvöldi 27. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í gamla Fiskiðjuhúsinu og fylgdi tilkynningunni að fjórir drengir hafi verið að kasta grjóti í húsið með þeim afleiðingum að ein rúðan brotnaði. Þrátt fyrir leit fundust meintir gerendur ekki og er því ekki ljóst hverjir þarna voru að verki. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um þá sem þarna voru á ferð eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Alls liggja þrjú mál vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og við nánari athugun kom í ljós að viðkomandi var réttindalaus við aksturinn. Er þetta í annað sinn í sumar sem sami ökumaður, sem er stúlka rétt um tvítugt, er staðin að akstri án réttinda og jafnframt grunuð um ölvun við akstur.
 
Að kvöldi 29. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á Herjólfsgötu og kom fram að tjónvaldur, sem var á rafmagnsvespu, hafi ekið í burtu án þess að tilkynna um óhappið. Vitað var hver þarna var á ferð og viðurkenndi hann í viðræðum við lögreglu, að hafa ekið utan í bifreið á Herjólfsgötu og ætlaði að ganga frá málinu við eiganda bifreiðarinnar.
 
Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs en hann mældist á 68 km/klst. á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst.
 
 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.