Hermann ætlar að hjálpa Portsmouth

31.Ágúst'12 | 12:53

Hemmi Hreiðars Hermann Hreiðarsson

Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun væntanlega spila með Portsmouth í ensku C-deildinni næsta mánuðinn, í það minnsta, en þetta staðfesti Hermann í viðtali á X97,7 núna fyrir hádegið.
Þar kom fram í máli Hermanns að hann yrði í Englandi í vetur til að klára ýmsa lausa enda, m.a. að ljúka við að afla sér þjálfararéttinda. Hann muni æfa með Portsmouth og taka einn mánuð í einu.
 
„Ég hef ákveðið að hjálpa þeim því þeir eiga ekki krónu og vantar eiganda. Ég ætla að mæta á svæðið og sjá hvort að það vanti ekki leikmann. Ég tek bara einn mánuð í einu því ég held að þeir megi bara semja við leikmenn í einn mánuð í einu. Ég tek einn mánuð til að byrja með og vonandi mun síðan einhver peningamaður veita klúbbnum einhverja hjálp. Vonandi tekst að stilla klúbbinn af og koma honum þangað sem hann á að vera,“ sagði Hermann m.a. í viðtalinu.
 
Nánar á mbl.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...