Verið erfitt að horfa á hliðarlínunni

segir Tryggvi Guðmundsson

29.Maí'12 | 13:04
„Mig er farið að kitla svakalega að komast út á völl,“ segir Tryggvi Guðmundsson í samtali við mbl.is en Tryggvi verður í leikmannahópi ÍBV sem tekur á móti Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld.
Tryggvi hefur verið frá í þrjá mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í annan fótinn en hann segist vera klár og spenntur fyrir kvöldinu.
 
„Staðan á mér er fín. Ég hef engar áhyggjur af löppinni og ég virðist vera laus við þennan blóðtappa. Allavega eru tveir læknar sem hafa staðfest það við mig. Pústið er svo sem í fínu lagi en ég hef verið frá í þrjá mánuði þannig auðvitað er ég ekki 100 prósent,“ segir Tryggvi sem hefur litlar áhyggjur af „leikforminu“.
 
„Þessi meiðsli eru svolítið sérstök því ég hef getað haldið mér í formi með því að hlaupa og hjóla og allt það. Ég hef samt ekki spilað leik í þrjá mánuði en ég er nú orðinn 37 ára þannig ég hef nú tæplega gleymt því hvernig á að spila fótbolta,“ segir Tryggvi léttur.
 
Eyjamenn eru í næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar með tvö stig eftir fimm leiki og hefur verið erfitt fyrir Tryggva að geta ekkert hjálpað félögum sínum.
 
„Já, þetta er búið að vera erfitt fyrir mig á hliðarlínunni að horfa á þetta,“ segir Tryggvi sem er samt sem áður þokkalega sáttur við margt í leik ÍBV-liðsins.

Nánar á mbl.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.