Stýrihópur telur ekki þörf á því að auka stjórnendahlutföll við Grunnskóla Vestmannaeyja

23.Maí'12 | 08:09

Barnaskóli

Stýrihópurinn sem skipaður var á síðasta fundi fræðsluráðs og samanstendur af Hildi Sólveigu Sigurðardóttur formanni, Páli Scheving Ingvarssyni varaformanni og Trausta Hjaltasyni ráðsmanni, telur ekki þörf á að auka við stjórnendahlutfall GRV enda liggur ákvörðun bæjarráðs varðandi málið fyrir.
Í dag er stjórnunarhlutfall GRV sambærilegt við það sem er hjá sambærilegum skólastofnunum. Stýrihópurinn hefur þó skilning á því að ákveðinn óstöðugleiki sem upp kom í vetur í stjórnendahópnum, veldur tímabundnum vanda. Þeim vanda var mætt m.a. með afleysingarstarfsmönnum, með því að heimila stjórnendum tímabundið að taka út kennsluskyldu sína á móti auknu hlutfalli stjórnunar auk þess sem fræðsluskrifstofan bauð aðstoð sína við stjórnun skólans. Stýrihópurinn leggur fram eftirfarandi tillögur sem miða að því að draga úr álagi af stjórnendum skólans og veita kennurum það bakland sem þeir þurfa innanhúss:
 
 
a) Aukið verði við núverandi samþykkta kennslustundaúthlutun. Við það skapast tækifæri til að létta á fjölmennum bekkjum sem ætti að létta álagi af nemendum, kennurum og stjórnendum.

b) Skólastjórnendur skýri verkferla hvað varði inngrip í agavandamál og leitað verði allra leiða til að starfsmenn geti afgreitt sem mest sjálfir þau mál sem upp koma. Aðkoma stjórnenda í agamálum ætti helst að vera þegar mál eru komin á alvarleg stig.

c) Starfsfólk verði vel upplýst um stuðningskerfi skólans og þau úrræði sem þeim standa til boða. Má þar nefna námsver, námsráðgjafa, deildarstjóra, sálfræðing, þroskaþjálfa og kennsluráðgjafa.

d) Mikilvægt er að skólastjóri geri starfsfólki sínu ávallt ljóst hver staðgengill hans er þegar skólastjóri er fjarri sinni starfsstöð. Einnig er nauðsynlegt staðgengillinn hafi umboð skólastjóra til að leysa vandamál sem upp koma.

e) Mikilvægt er að gott, náið og árangursríkt samstarf sé á milli fræðsluskrifstofu og GRV.

f) Skýrari verkferlar og árangursríkari valddreifing þarf að vera innan stjórnunarteymis GRV.
 
Óski skólastjóri eftir aðstoð við frekari útfærslu fyrirlagðra tillagna getur hann leitað til fræðsluskrifstofu.
 

Stýrihópurinn telur að framangreind úrræði verði til þess að ná fram sameiginlegum markmiðum sveitarfélagsins og skólaumhverfisins í heild. Þau eru að skapa sem bestar aðstæður fyrir grunnskólanemendur til náms og þroska þar sem hagsmunir þeirra og velferð eru hafðir að leiðarljósi.
 

Ráðið samþykkir niðurstöður stýrihópsins og þakkar þeirra störf og þakkar um leið kennurum fyrir að koma faglegum sjónarmiðum sínum á framfæri.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).