Tvö ný hótel í Vestmannaeyjum

19.Apríl'12 | 07:30

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fosshótel vilja breyta gömlu húsnæði Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum í þriggja stjörnu hótel. Þá eru framkvæmdir á öðru hóteli við Hásteinsvöll í undirbúningi, en þar hafa veður og hugsanlegt grjóthrun sett strik í reikninginn.
Fiskiðjan sameinaðist Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan hefur hluti Fiskiðjuhússins gengið kaupum og sölum. Nú hefur bærinn tekið tilboði Fosshótela um kaup á þremur af fjórum hæðum gömlu Fiskiðjunnar. Ráðgert er að nýta neðstu hæðina fyrir fiskasafn bæjarins.
 
Framkvæmdastjóri Fosshótela segir að unnið sé að fjármögnun. Það sé spennandi verkefni að tengja hótel á þessum stað við landslagið, sögu eyjanna og sjávarútveginn.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist finna fyrir miklum áhuga hjá einkaaðilum varðandi hótelrekstur og annars konar ferðaþjónustu í Eyjum, þrátt fyrir erfiðleika sem hafa verið við nýjar samgöngur um Landeyjahöfn. „Við og aðrir trúum því að samgöngurnar verði látnar virka,“ segir Elliði.
 
Tvö hótel eru í Eyjum. Annað þeirra hefur verið lokað eftir bruna í vetur. Vonir standa til að viðgerð þess ljúki í sumar.
 
Fréttastofa RÚV hefur áður sagt frá áformum um nýtt hótel við Hásteinsvöll. Í ljósi upplýsinga um veðurfar á svæðinu og mats á hættu á hugsanlegu grjóthruni hefur hönnun þess hótels verið breytt lítillega. Nú er gert ráð fyrir inngangi vestanmegin, grjótvörn í fjallshlíðinni og lengri vegalengd á milli hótelsins og fjallsins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.