Aukakostnaður upp á 2.7 milljónir vegna tónlistarkennslu

18.Apríl'12 | 06:52
Bæjarráð samþykkti í gær ályktum sem gagnrýnir í harðlega samning um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og þá sérstaklega þann hluta samningsins sem snýr að efndum ríkisins. Samningurinn hefur aukið kostnað Vestmannaeyjabæjar við tónlistarkennslu um 2.780.826 kr án þess að því fylgi bættur hagur fyrir tónlistarkennslu í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð furðar sig á ferli málsins. Í upphafi var hafinn vandaður undirbúningur að greiningu málsins af hálfu sambandsins og fulltrúa ráðuneyta svo unnt yrði að byggja samninginn á traustum grunni. Þá hljóp skyndilega mikill asi í málið af hálfu ráðherra sem þrýstu á um að skrifað yrði undir einfaldan samning milli aðila þ. 13. maí 2011, á sama tíma og ein opnunarhátíðin af nokkrum var haldin í Hörpu. Sveitarfélög fengu þá þær upplýsingar að kostnaðurinn á ársgrundvelli myndi nema 480 m.kr. m.v. forsendur um 711 nemendur sem það gaf upp og að það væri tilbúið að standa undir þeim kostnaði. Það var þó með því skilyrði að sveitarfélögin tækju að sér önnur verkefni frá ríkinu að verðmæti 230 m.kr. Nettógreiðsla ríkisins var því 250 m.kr. m.v. þessar forsendur. Því miður létu sveitarfélög undan þessum ótímabæra þrýstingi enda lá ráðherrum mikið á að sýna þjóðinni að nú skyldi efla tónlistarfræðslu í landinu. Hvorki meira né minna en þrír fagráðherrar mættu við undirritunina auk forsætisráðherra sem var í broddi fylkingar. Tilkynnt var að nú skyldu átthagafjötrar í tónlistarnámi heyra sögunni til og allt yrði í blóma í tónlistarfræðslumálum á Íslandi.
 
 
Þar sem samningurinn var í raun einungis umgjörð um málið var hafist handa við að útfæra hann. Það tók að sjálfsögðu sinn tíma, ekki síst vegna þess að oft vissu sveitarfélögin ekki hver væri í raun okkar viðsemjandi í málinu. Að lokum var svo skrifað undir samkomulag um útfærsluna sem fól í sér tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það var gert í október 2011. Þá höfðu tónlistarskólarnir fyrir löngu lokið við að innrita nemendur í skólana og kennsla var hafin fyrir allnokkru. Þá þegar kom í ljós að forsendur ríkisins stóðust engan veginn. Nemendur í þessu tiltekna námi voru 822 eða 111 fleiri en forsendur ríkisins sögðu til um. Umframkostnaðurinn á ársgrundvelli nemur 121 m.kr. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga deildi út því takmarkaða fjármagni sem sýndarsamningurinn heimilaði. Það hefur leitt til þess að nú eiga þrír virtir og rótgrónir tónlistarskólar í verulegum fjárhagsvandræðum. Í samningaviðræðum sambandsins við ráðuneytin til að ná fram leiðréttingu á þessu hafa sveitarfélögin mætt algjörri neitun af hálfu fjármálaráðuneytisins. Það er því eins og ríkisvaldið telji sig algjörlega ábyrgðarlaust gagnvart þessum forsendubresti í samningum aðila og gefur hinum fögru fyrirheitum um eflingu tónlistarnáms langt nef.
 
 
Bæjarráð telur þetta mál vera í óásættanlegri stöðu. Framkoma ríkisins í málinu er fyrir neðan allar hellur. Bæjarráð Vestmannaeyja tekur undir þá kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga að ríkið greiði þær 121 m.kr. sem vantar.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is