Dagbók lögreglunar

Eitt fíknefnamál kom upp í vikunni sem leið

Helstu verkefni frá 9. til 16. apríl 2012

16.Apríl'12 | 15:43

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið en engin alvarleg mál sem upp komu. Helgin fór ágætlega fram og lítið um útköll á skemmtistaði bæjarins.
 
Í vikunni var lögð fram kæra vegna líkamsárásar sem átti sér stað aðfaranótt annars í páskum í Höllinni. Þarna hafði stúlka ráðist á aðra stúlku þannig að hún fékk mar og klór á upphandleggi.
 
Eitt fíknefnamál kom upp í vikunni sem leið en lögreglan hafði afskipti af bifreið sem lagt var á útsýnispalli á Nýjahrauni en í bifreiðinni voru þrjú ungmenni. Lítisháttar af kannabisefnum fundust við leit í bifreiðinni og viðurkenndi eitt ungmenni að eiga efnið og telst málið upplýst að mestu. Þá var kannað með ástand ökumanns bifreiðarinnar en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn.
 
Tveir þjófnaðir voru kærðir í vikunni og var í báðum tilvikum um þjófnað á farsímum að ræða. Annar þjófnaðurinn átti sér stað í mars en hinn þann 13. apríl sl. um borð í Stíganda VE. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt um helgina en um var að ræða rúðubrot í útidyrahurð að Kirkjuveg 20. Tveir menn voru grunaðir um verknaðinn og hefur annar þeirra játað að hafa brotið rúðuna og kvaðst ætla að bæta það tjón sem hann olli.
 
Alls liggja fyrir 6 kærur vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða m.a. vanrækslu á að vera með öryggisbelti spennt í akstri og ólöglega lagningu ökutækis.
 
Lögreglan vill minna eigendur ökutækja og ökumenn á að frá 15. apríl til 1. nóvember er ekki heimilt að aka um að negldum hjólbörðum. Hins vegar verður ekki byrjað strax að sekta fyrir að aka á negldum hjólbörðum, en tilkynning verður gefin út síðar hvenær vænta má að sektum verður beitt vegna aksturs á negldum hjólbörðum.
 
 
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-