Loðnuáburður á tún

14.Mars'12 | 08:30

kind

Fjárbóndi í Vestmannaeyjum á von á því að lambakjötið verði saltara en áður við slátrun í haust. Hann gerir tilraunir með áburðarblöndu úr sjó og úrgangi frá loðnuvinnslu.
Haukur Guðjónsson, fjárbóndi og vörubílstjóri í Eyjum, segist hafa fengið hugmyndina eftir umfjöllun í Landanum þar sem fjallað var um að sjór væri notaður sem áburður á tún. Áburðarblanda Hauks er sjór og svokallað blóðvatn, næringarríkur úrgangur frá loðnuvinnslu. Haukur gerir tilraunir með loðnuáburðinn á eigin túni og svæðum í eigu Vestmannaeyjabæjar. Bærinn tekur þátt í þessum prófunum á nýstárlegri nýtingu blóðvatnsins. Áður var blóðvatnið sett í sjóinn við Eiðið og mataði fuglinn.
 
Það tekur aðeins nokkrar mínútur að úða átta tonnum af loðnuáburðinum á túnið. Haukur segist spara tæplega þrjú hundruð þúsund krónur í áburðarkaup. Svo á hann von á því að áburðurinn bragðbæti kjötið.
 
Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.