Hundrað karlar vilja að nauðganir verði teknar alvarlega

18.Janúar'12 | 16:18
„Ágæti bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Elliði Vignisson,
Við óskum þér gleðilegs nýs árs. Við áramót gefst tækifæri til þess að líta um öxl. Í ljósi fregna af nauðgunum á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á því ári sem nú er nýliðið sendum við þér hér opið bréf með spurningum er varða Vestmannaeyjabæ og stofnanir hans sem leyfisveitendur fyrir hátíðinni. Við undirritaðir höfum þungar áhyggjur af fjölda nauðgana á Þjóðhátíð og teljum ástandið óásættanlegt.“
 
Svona hefst bréf sem 100 karlar hafa sent til bæjarstjóra Vestmanneyja, Elliða Vignissonar, Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Tryggva Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra ÍBV og nefndarmanns í Þjóðhátíðarnefnd.
 
Undir þau skrifa 100 karlmenn, þar á meðal Hugleikur Dagsson og Hilmir Snær Guðnason , Ari Matthíasson og Björn Thors, en karlarnir eiga það sameiginlegt að vilja leggja lóð sín á vogarskálarnar gegn kynferðislegu ofbeldi og finnst að tími sé kominn til að þau mál séu tekin alvarlega í fullri einlægni. Í tilkynningu frá körlunum segir að spurningarnar hafi beinst til viðtakenda sem varða það kynferðisofbeldi sem framið hefur verið á Þjóðhátíð í Eyjum og hvaða áhrif það gæti haft á fyrirkomulag og framtíð hátíðarinnar.
 
 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-