Álsey VE 2 landar fullfermi af loðnu

9.Janúar'12 | 09:01

Álsey

Loðnuvertíðin fer vel af stað á þessu ári þrátt fyrir brælu á miðunum en Álsey VE 2 landaði um helgina fullfermi eða um 1250 tonnum af loðnu.
Hér fyrir neðan birtum við nýjustu blogg færslu Kristófers Helgason af Álseyjar blogginu en Kristófer hefur það hlutverk um borð í Álsey að vera fréttaritari og kokkur.
 
Við erum að nálgast Þórshöfn með fyrsta fullfermis túrinn af loðnu á þessu ári 2012. Er það fyrr en við hefðum þorað að vona. En Þórshafnar "alltmögulegt" manninum og meistari Oddur Skúlason kom þetta ekki á óvart!! Síður en svo, hann var EKKI búinn að spá þessu, hann einfaldlega SAGÐI að við KÆMUM á Þórshöfn 7 janúar með fullt skip, sem verður raunin því þar verðum við í kvöld...Æ,æ,...gleymdi að fá hjá honum Lottó tölur kvöldsins í tíma;-)
 
En sem sagt þessi fyrsti túr ársins gekk fínt og voru þetta höl frá rúmum 100 tonnum upp í 450 tonn. Túr sem hófst miðjan þriðjudag þann 3 janúar með því að nótin var tekinn um borð,búið var að setja upp korkaleggjarann, þá var trollinu hent í land og eftir jú einhverja bið eftir lagfæringar á nýja korkaleggjaranum vorum við farnir seint um kvöldið. Fyrsti viðkomustaður var Eskifjörður, þar náðum við í nýtt troll frá Egersund. Það var fljótlega gert á miðvikudagskvöldi og fimmtudagsmorguninn vorum við mætir á miðin norðaustur af Langanesi.
 
Núna er stutt í Þórshöfn þar sem við ættum að vera um hálftíuleitið með fullt skip af loðnu, líklega um 1.630 tonn, af því erum við með kælt í tveimur tönkum sem fara til manneldis.
 
Svo nýja árið fer vel af stað og ekki bara í veiðum, því Álseyjarþrek er þétt setið þessa dagana og eru sumir að fara jafnvel tvisvar á sólahring. Svo einhverjir vistmenn ætla greinilega að standa við sitt áramótaheit þetta árið ( eða þessa dagana? ) varðandi aukatíma í salnum þá horfa menn helst á tíman sem honum Sibba er úthlutað. Á þeim tíma í dag voru fjórir mætti tilbúnir að taka á því, en Sibbi var ekki ein af þeim;o)...
 
Meira síðar með bestu kveðjum frá Álsey á landleið að nálgast Þórshöfn, Kristó

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is