Hálkueyðandi salt í boði fyrir bæjarbúa

Fréttatilkynning frá Vestmannaeyjabæ

22.Desember'11 | 14:49

snjór

Undanfarið hefur verið unnið að snjóruðningi og hálkueyðingu meðal annars á vegum Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja.
 
Við höfum engan veginn undan, ekki síst vegna mjög breytilegs tíðafars og finnst mörgum þeir og þeirra gata verði útundan, og er það vel skiljanlegt þar sem við höfum orðið að láta stofnbrautir og götur að öllum skólum á vegum Vestmannaeyjabæjar, ganga fyrir. Gangstéttar og göngustígar hafa því miður farið illa út úr þessu fyrirkomulagi og snjó rutt upp á gangstéttir því eitthvað verður að gera við snjóinn,(erum reyndar að moka og keyra honum burt af miðbæjarsvæðinu þessa stundina).
 
Saltkistum hefur verið dreift víða um bæinn og kæmi það sér vel ef fólk legði okkur lið og dreifði salti úr kistunum þar sem hált er, við gerum svo okkar besta að fylla á.
 
Þá viljum við benda bæjarbúum, sem þurfa að salta innkeyrslur og gangstíga við heimili sín, að vestan við malbikunarstöðina er saltbingur sem öllum er frjálst að taka úr, til heimabrúks.
 
Við gerum okkar besta og þið einnig þannig gengur þetta best.
 
Kallarnir í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja óska öllum bæjarbúum gleðilegra jóla með ósk um farsæl mörg komandi ár og minni snjóJ
 
Bestu kveðjur
 
Guðmundur Þ. B. Ólafsson,
eftirlitsmaður fasteigna,
rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja.
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...