Dagbók lögreglunnar

Stakk á hjólbarða og fékk að gista í fangageymslunni

Helstu verkefni frá 12. til 19. desember 2011

19.Desember'11 | 15:38

Lögreglan,

Vikan var öllu rólegri en síðasta vika en þó hafði lögreglan í nógu að snúast við að aðstoða borgarana í þeirri ófærði sem verið hefur á götum bæjarins að undanförnu. Eitthvað var um hálkuslys og aðstoðaði lögreglan fólk sem dottið hafi sökum hálku. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram en eitthvað var um útköll í heimahús þar sem nágrannar voru að kvarta yfir hávaða.
 
Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu en hann var handtekinn aðfaranótt 14. desember sl. eftir að hafa stungið á hjólbarða bifreiðar og sökum ölvunar og óspekta. Maðurinn var síðan frjáls ferða sinna eftir að hafa sofið úr sér og eftir skýrslutöku.
 
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu um helgina að þá hafði ökumaður bifreiðar misst stjórn á bifreið sinn í hálku á gatnamótum Hamarsvegar og Dalvegar með þeim afleiðingum að bifreiðinn rann inn á gólfvöll. Ekkert slys varð á fólki og lítið sem ekkert tjón á bifreiðinni.
 
Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar Vestmannaeyjingum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og bendir á að jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna og því fer jólahald og áfengisneysla ekki saman.
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.