Dagbók lögreglunnar

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar

Helstu verkefni frá 21. til 28. nóvember 2011

28.Nóvember'11 | 15:07

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið án þess þó að einhver stóráföll hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram, þó var eitthvað um pústra á skemmtistöðum bæjarins og liggur ein kæra fyrir vegna líkamsárásar.
Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti árásin stað inni á veitingastaðnum Cornero aðfaranótt 27. nóvember sl. Þarna hafði maður verið slegin í andlitið en ekki er ljóst hver ástæða árásarinnar var. Ekki var um alvarlega áverka að ræða.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina en um var að ræða rúðubrot í BK-gler v/Skildingaveg. Er vitað hver þarna var að verki og viðurkenndi hann að hafa brotið rúðuna.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en engin slys á fólki var í þessum óhöppum. Í einu tilviki þurfti að draga bifreið á brott þar sem hún var óökufær á eftir.
 
Síðdegis þann 27. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt að tveir ungir drengir væru að príla í jólatrénu sem er á Stakkagerðistúni en tendruð voru ljós á trénu sl. föstudag. Talið er að drengirnir hafi ætlað að losa perur úr seríu sem er á trénu, en það tókst þeim ekki þar sem vökull vegfarandi stóð þá að verki.
 
Lögreglan vill minna eigendur bifreiða og ökumenn á að kanna með ljósabúnað ökutækja sinna, en lögreglumenn hafa orðið varir við, að ljósabúnaði þó nokkurra ökutækja er ábótavant. Nauðsynlegt er að hafa öll ljós í lagi til að auka öryggi, bæði gangandi og akandi vegfarenda.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.