Aaron Spear vill spila aftur með ÍBV næsta sumar

7.Nóvember'11 | 14:23
Enski framherjinn Aaron Spear hefur áhuga á að leika aftur með ÍBV næsta sumar en hins vegar er óvíst hvort hann muni semja við félagið.
 
Þessi 18 ára gamli leikmaður kom til ÍBV í júlí og skoraði fimm mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni síðari hluta móts.
,,Hann er inni í myndinni hjá okkur. Hann vill vera en það þarf að ná samkomulagi við hann og það er ekki í höfn," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV við Fótbolta.net í dag.
 
,,Við ætlum okkur að ná í senter og ef að einhverjir íslenskir framherjar eru á lausu þá lítum við jafnvel frekar til þess."
 
Spear vakti mikla athygli í yngri flokkum Plymouth á sínum tíma og þegar hann var fimmtán ára náði Newcastle að krækja í leikmanninn.
 
Spear náði þó ekki að standast væntingar hjá Newcastle og hann fór frá félaginu fyrr á þessu ári.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...