Frumsýning hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og styrktartónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í dag

Löng safnahelgi

5.Nóvember'11 | 08:30
Um helgina er í gangi í Vestmannaeyjum Löng safnahelgi og hófst dagskráin síðastliðið fimmtudagskvöld með eyjakvöldi á Cafe Kró. Í dag heldur dagskráin áfram með fjölmörgum viðburðum en m.a. er frumsýning Leikfélags Vestmannaeyja á leikritinu Ronja Ræningjadóttir og einnir eru styrktartónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í dag. Dagskrá dagsins í dag má sjá hér að neðan:
Safnahús
13.00 Opnun á myndlistarsýningu Brynhildar Friðriksdóttur.
Kynning á nýjum bókum. “, Þorbjörg Marinósdóttir, Tobba, „Lýtalaus“ og Viðar Hreinsson „Eldhugi við ysta haf“. Ævisaga sr. Bjarna Þorsteinssonar. Eftir upplestur Viðars munu Kitty Kovács og Balázs Stankowsky flytja lag úr íslensku tónlistarhandriti er ritað var í Eyjum 1742 og var í eigu sr. Bjarna.

14.00 „Oddgeir Kristjánsson - minningin og tónlistin lifir.“ Sýning og tónlist í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli tónskáldsins ástsæla.
Í tilefni af Safnahelgi opnar laugardaginn 5. nóvember útsala á bókum í miðrými og kjallara miðrýmis Safnahúss. Allar innbundnar bækur á kr. 100 og kiljur á kr. 50.
 

15.00 Betel / Gamla höllin
Styrktartónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Stjórnandi Jarl Sigurgeirsson
 

17.00 Bæjarleikhúsið- Ronja ræningjadóttir - frumsýning.
 

20.00 Surtseyjarstofa
Kynning á nýjum bókum. Sér Bjarni Karlsson, Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason.

21.00 Vinaminni
Tríó Glóðir Hafsteinn Þórólfsson söngvari, Jón Gunnar Biering Margeirsson gítarleikari og Ingólfur Magnússon bassaleikari.
 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.