Mögulegt að semja við einkaaðila um nýja ferju

30.Október'11 | 22:20

Herjólfur

Til greina kæmi að einkaaðili myndi kaupa nýja ferju til að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja og gera samning við ríkið um siglingarnar. Þetta segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Þá yrði hugsanlega hægt að fá nýja ferju fyrr en ef ríkið þyrfti að fjármagna hana.
Engum dylst að Herjólfur, sem nú er notaður í siglingarnar, hentar ekki til siglinga í Landeyjahöfn og hefur fjölmörgum ferðum þangað verið aflýst. Herjólfur er í eigu ríkisins, en ríkið hefur gert samning um rekstur hans við Eimskip. Eimskip sendi svo í gær frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að fyrirtækið er búið að láta frumhanna nýja ferju sem myndi kosta tæpa 4 milljarða og yrði afhent eftir 18-24 mánuði. Í tilkynningunni segir að Eimskip sé tilbúið að skoða nánar með Vegagerðinni að koma að fjármögnun og byggingu ferjunnar.
 
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri er ekki alveg eins bjartsýnn og Eimskip. Hann segist telja að það tæki að lágmarki þrjú ár að fá nýja ferju í notkun. „Það tekur tvö ár að smíða skipið og það tekur að minnsta kosti ár að taka þær ákvarðanir sem þarf áður en lagt er af stað í að hanna skip,“ segir Hreinn.
 
Hann segir að það komi til greina að gera samning við eitthvað einkafélag eins og hugmyndir Eimskips ganga út á. „Það þarf þá að gera nokkuð langan samning þannig að eitthvað félag fari að fjárfesta í því,“ segir Hreinn. Gert er ráð fyrir að ný ferja kosti um fjóra milljarða en Hreinn telur að hægt væri að fá milljarð upp í þann kostnað með því að selja Herjólf.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is