Þingmennirnir komnir fram

25.Október'11 | 13:46
Þingmenn Suðurkjördæmis munu funda eftir helgi með bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum og íbúum sem vilja stuðla að bættum samgöngum til og frá Eyjum. Fundurinn verður lokaður.
Nýverið auglýsti áhugafólk um bættar samgöngur eftir öllum 12 þingmönnum kjördæmisins vegna neyðarástands í samgöngumálum í bæjarfélaginu. Í heilsíðuauglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu, var sagt að þingmennirnir væru týndir.
 
Þá mætti fjölmenni á samstöðufund um samgöngumál á milli lands og Eyja sem haldinn var á Básaskersbryggju í byrjun október.
 
„Þeir [þingmennirnir] hafa sem betur fer komið fram. Þetta virðist hafa haft áhrif,“ segir Sigmundur Einarsson, sem rekur Viking Tours í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is, en hann er einn þeirra sem stóð fyrir samstöðufundinum.

Staðan óviðunandi
 
Sigmundur segir að annar hópur hafi staðið að auglýsingunni en hóparnir, sem yfir 700 manns standi á bak við, hafi síðan tekið höndum saman og ætli að mæta á fundinn, sem verður haldinn í Eyjum nk. mánudag.
 
„Við viljum fá þessa aðila sem sjá um samgöngumál til Eyja með okkur í að lagfæra hluti. Þetta eru einfaldar kröfur. Við viljum samgöngur í lag til Eyja. Við viljum að Landeyjahöfn sé opin allt árið,“ segir Sigmundur og bætir við að hóparnir vilji jafnframt fá ferju sem geti siglt á milli lands og Eyja allt árið.
 
Núverandi ástand sé óviðunandi og samgöngumál Eyjamanna í dag séu í raun svipuð því sem hafi verið uppi á teningnum fyrir 40 árum.
 
Aðspurður segir Sigmundur að von sé á öllum 12 þingmönnum Suðurkjördæmis á fundinn.
 

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.