Eyjamenn hefndu harma gegn Þórsurum

11.September'11 | 21:40
Eyjamenn læddu sér á toppinn eftir öruggan 3-1 sigur gegn Þórsurum á heimavelli. Þar með hefndu þeir harma eftir tvö töp fyrr í sumar gegn norðanmönnum bæði í deild og bikar.
ÍBV 3-1 Þór (1-1)
Jóhann Helgi Hannesson 1-0 (24. mín.)
Aaron Spear 1-1 (28. mín.)
Aaron Spear 2-1 (47. mín.)
Andri Ólafsson 3-1 (68. mín.)
 
Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson skoraði eftir fyrirgjöf Sveins Elíasar Jónssonar. Eyjamenn voru ekki lengi að svara fyrir sig og það var hinn ungi Aaron Spear sem gerði það af harðfylgi eftir vandræðagang í vörn Þórs. Eyjamenn voru betri í fyrri hálfleik en Þórsarar treystu á skyndisóknir.
 
Strax í upphafi seinni hálfleiks juku Eyjamenn forystuna með öðru marki frá Aaron Spear. Hann skoraði með góðu skoti eftir undirbúning Guðmundar Þórarinssonar. Eyjamenn gerðu svo út um leikinn þegar fyrirliðinn Andri Ólafsson skoraði þriðja mark heimamanna.
 
Þar sem KR-ingar töpuðu í Kaplakrika þá eru Eyjamenn komnir á toppinn en KR á leik til góða. Sá leikur er gegn Keflavík en KR-ingar eiga eftir að leika við ÍBV í Eyjum en Eyjamenn eiga þar að auki leik við FH í Krikanum og því má búast við mikilli spennu í toppbaráttunni í hraðmótinu sem er hafið í Pepsi-deildinni.
 
Liðsskipan:
 
Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Rasmus Christiansen, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Aaron Spear, Guðmundur Þórarinsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Borgþórsson, Kjartan Guðjónsson, Jón Ingason, Björn Sigursteinsson, Óskar Elías Óskarsson, Guðjón Orri Sigurjónsson.
 
www.sport.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...