ATHUGIÐ!!

Nýjustu upplýsingar

3.Júlí'11 | 20:55

Herjólfur

Á heimasíðu Herjólfs má fylgjast með rauntímastaðsetningu skipsins. Þegar þetta er ritað (klukkan 22:55 á sunnudagskvöld) er Herjólfur við Landeyjahöfn og því ljóst að töf verður á áður auglýstri brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 23:00.

Rauntímastaðsetning Herjólfs
 
Að sögn farþega sem hafði fengið sms þess efnis þá átti skipið að sigla frá Eyjum kl.21.30, Herjólfur fór héðan kl. 21.45 og var kominn í Landeyjahöfn um 22.25. Við hjá eyjar.net reynum að uppfæra vefinn um leið og við vitum meira. Einhverjar upplýsingar er að nálgast inná Facebook síðu Herjólfs. Jafnframt er hægt að hringja í síma 481-2800 til að fá nánari upplýsingar.
 
*Nýjustu upplýsingarnar*
Samkvæmt farþega sem átti að fara með ferðinni kl.23 þá er búið að fresta þeirri ferð til kl.2.30. Skipið hefur verið opnað og hefur eitthvað af fólki komið sér fyrir um borð.
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is