Strandaglópar í Vestmannaeyjum

13.Júní'11 | 18:18

Herjólfur

Nokkur fjöldi fólks er nú fastur í Vestmannaeyjum en Herjólfur siglir ekki fleiri ferðir í dag vegna bilunar í annarri aðalvél ferjunnar. Sigurmundur Einarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Viking Tours í Eyjum, segir margt fólkið eiga að mæta til vinnu á morgun í sinni heimabyggð.

Fram kemur á vef Eimskipa að unnið verði að viðgerð á Herjólfi í kvöld og nótt. Þá segir að reiknað sé með því að siglingar hefjist aftur samkvæmt áætlun í fyrramálið.

Sjálfur á Sigurmundur farþegaskip sem taki 50 manns og tæki tuttugu mínútur að sigla til Landeyjahafnar. Það sé hins vegar aðeins Herjólfur sem hafi heimild til að sigla þangað og því hafi hann þurft að vísa frá strandaglópum sem hafa grennslast fyrir um ferðir hjá honum í land.

„Þú getur rétt ímyndað þér það,“ segir Sigurmundur aðspurður um hvernig hljóðið sé í fólki sem sitji fast í Vestmannaeyjum.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.