Einvígi ársins – Daði vs Kári

Kári Kristján leggur allt undir og ætlar ekki að tapa aftur

13.Júní'11 | 13:22
Á fimmtudagskvöldið klukkan 21:00 verður háð einvígi ársins í körfubolta í lóð Barnaskólans en þar eigast við vinirnir Daði Guðjónsson frá Látrum og Kári Kristján Kristjánsson í street ball.
Eins og eyjar.net fjölluðu um í gær þá sigraði Daði eftirminnilega á síðasta ári 10-7 eftir að Kári Kristján hafi komist í stöðuna 0-7. Greinilegt er að Kári ætlar að leggja allt í sölurnar og hefur hann fengið til liðs við sig færan þjálfara í körfubolta og einnig hefur hann útbúið glæsilegt kynningarmyndband. Kári ætlar greinilega alla leið fyrir einvígið á meðan Daði lætur lítið fyrir sér fara.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.