Von er á yfirgripsmikilli skýrslu frá Siglingastofnun um miðja maí

5.Maí'11 | 12:04
„Við ætlum að leysa þetta mál eftir því sem frekast er kostur, en við verðum og erum nauðbeygð til þess að gefa málinu tíma. Vegna þess við verðum að sjá hver framvindan verður í náttúrunni, og síðan taka mið af því,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, á Alþingi um Landeyjahöfn.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf utandagskrárumræðu um Landeyjahöfn og næstu skref í samgöngum milli lands og Eyja.
 
Ögmundur bað menn um að vera sanngjarna og raunsæja og hann lýsti þeim aðstæðum sem menn hafa þurft að glíma við í Landeyjahöfn, m.a. hversu erfiðlega það hefur gengið að dýpka höfnina. „Við semjum ekki við náttúruöflin,“ sagði Ögmundur og bætti við að menn hefðu viljað hafa þetta á annan veg. „En þetta er bara veruleikinn sem við blasir.“
Fundað í Eyjum
 
„Við eigum að fara hér að öllu með gát og fullri yfirvegun, en ekki ráðast í einhverjar miklar handahófskenndar fjárfestingar byggðar nánast á duttlungum og með því að reka puttann upp í loftið,“ sagði Ögmundur.
 
Hann bætti því við að von sé á yfirgripsmikilli skýrslu frá Siglingastofnun um miðjan maí.
 
„Þegar hún liggur fyrir þá hef ég ákveðið að boða til fundar í Vestmannaeyjum með öllum hlutaðeigandi aðilum, og öllum sem að þessu máli koma [...] Ég vænti þess að þá munu þingmenn af svæðinu einnig mæta við getum átt gagnlega og góða umræðu,“ sagði Ögmundur
Skiptar skoðanir um kostnað á föstum dælubúnaði
 
Árni sagði að það yrði að tryggja það að Landeyjahöfn yrði í notkun árið um kring. Annað væri ekki boðlegt. Árni sagði að menn væru m.a. að skoða að setja upp fastan dælubúnað í hafnarmynninu.
 
„Það væri hægt að byggja þann búnað á sumri komanda. Hvort að hann kostar plús mínus 300 milljónir skal ég ekki segja fullkomlega, en þetta er dæmi sem gæti leyst af dæluskip í Landeyjahöfn. Vandinn við dælingar þar er m.a. það að höfnin er svo lítil og erfitt að fá skip til að athafna sig þar við erfiðar aðstæður,“ sagði Árni.
 
„Þetta er hugmynd sem fulltrúar Siglingastofnunar hafa sett fram. Þetta myndi, að öllum líkindum, kosta á bilinu 400 til 1.000 milljónir króna eftir því hvaða búnaður yrði notaður. Og það er vakin athygli okkar í ráðuneytinu á því að þetta væri að vissu leyti tilraunaverkefni líka. Við gætum ekki sagt fyrir um það á áfdráttalausan hátt hverjar niðurstöðurnar yrðu,“ segir Ögmundur.
 
Árni segir að það sé ekki rétt að kostnaðurinn sé svo mikill, segir að upphæðin sé nær 300 milljónum kr. Þá bendir hann á að sandburður frá Eyjafjallagosi hafi minnkað um 95% segir Árni.
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.