Ætlaði að vinna titla á Íslandi í sumar

26.Apríl'11 | 12:55
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji Norrköping í Svíþjóð, er bjartsýnn á að uppeldisfélag sitt ÍBV geti gert góða hluti í Pepsi-deildinni í sumar.
 
,,Ég er svolítið spenntur fyrir sumrinu hjá ÍBV. Evrópukeppnin gefur aukakraft og vonandi kemst liðið sem lengst þar. Vonandi fær liðið sjálfstraust þar sem nýtist í deildinni,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net.
 
Eyjamenn enduðu í þriðja sæti í fyrra en markmiðið er að gera ennþá betur í ár.
 
,,Markmiðið í Vestmannaeyjum er að gera betur en í fyrra. Þeir komu mörgum á óvart í fyrra með því að enda í þriðja sæti og eiga möguleika á titlinum fram á síðustu sekúndu. Með þessari týpísku Eyjabaráttu og Hásteinsvöll þá gæti þetta vonandi orðið betra sumar. Fimmta sæti er ekkert alslæmt en ég vona og held að þeir verði ofar.“
 
Gunnar Heiðar gerði sjálfur fjögurra ára samning við ÍBV í febrúar en hann stoppaði ekki lengi við því rúmum mánuði síðar fór hann farinn til Norrköping í Svíþjóð.
 
,,Ég var langbestur og langmarkahæstur á æfingum þangað til ég fór út,“ sagði Gunnar hlægjandi þegar hann rifjaði upp þessa stuttu dvöl hjá ÍBV í vetur.
 
,,Maður hefur auðvitað rosalegar taugar til félagsins og það var ástæðan fyrir því að maður vildi koma aftur heim og byrja upp á nýtt. Síðan bauðst þetta tækifæri í Svíþjóð og eftir mikla umhugsun ásamt fjölskyldunni ákváðum við að kýla á þetta hérna úti.“
 
,,Ég vona að ég geti lokað hringnum og komið til baka til Eyja og spilað eitt tímabil eða fleiri. Ég á ennþá eftir að vinna titil á Íslandi, ég ætlaði að gera það í sumar en það er vonandi að maður geti gert það einhverntímann síðar.“
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.